61 research outputs found

    Þjónustuleiðtogi - að þjóna þeim sem þjóna, hugmyndafræði og notagildi

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÍ hefðbundum fræðum stjórnunar er gjarnan lögð áhersla á hámarksframleiðslu, markvirkni og hagnað. Þessi fræði, sem ýta undir efnis- og einstaklingshyggju, hafa þó á undanförnum árum vikið fyrir hugmyndum um annars konar stjórnun og leiðtogahæfni (Dyck og Schroeder, 2005). Ein þeirra er þjónustuforysta sem er hér þýðing á enska heitinu servant leadership. Greinin fjallar um þessa tegund leiðtogahæfni, hvaða eiginleikum leiðtogi slíkrar forystu, þjónustuleiðtogi, býr yfir og þeir settir í samhengi við aðra þætti sem styðja hugmyndafræðina um þjónustuforystu og hvernig hún getur nýst í starfi innan hjúkrunar

    Comparison between coronary angiography with multislice computed tomography and by cardiac catheterisation for assessing atherosclerotic lesions and stenosis

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAIM OF STUDY: To compare the utility and reliability of coronary angiography with multislice computed tomography (MSCT) and by cardiac catheterisation in assessing atherosclerotic lesions and stenosis. MATERIAL AND METHODS: Data were assessed from 44 subjects (25 men, 19 women) (mean age 63 years; range 34-80 years) referred to MSCT who also had undergone invasive coronary angiography within a time frame of one year. Coronary angiograms from both studies were assessed by segmental analysis and the atherosclerotic severity graded. The frequency of coronary calcification on MSCT was separately assessed in 150 subjects. RESULTS: By retrospective evaluation, 29 segments were found to have significant stenosis (> or = 50%) on the invasive coronary angiogram. Of these 17 had a diameter over 2.0 mm and 14 (83%) thereof were correctly diagnosed by MSCT. On the other hand, MSCT assessed four stenosis to be significant that were not judged so on the invasive angiogram. On MSCT, the frequency of coronary calcifications increased with age and in those 60 years and older it was 96% in males and 71% in females (p=0.025). CONCLUSION: Good agreement was found between MSCT and invasive coronary angiography in assessing significant stenosis in vessel segments over 2.0 mm. In older subjects coronary calcification on MSCT is frequent and diminishes its accuracy. MSCT seems most useful in relatively young subjects in whom the coronary arteries need to be evaluated to avoid unnecessary cardiac catheterisation.Tilgangur rannsóknar: Að kanna notagildi og áreið­anleika tölvusneiðmynda (TS) rannsóknar af kransæðum til að meta æðabreytingar og þrengsli í samanburði við kransæðamyndatöku með hjarta­þræðingu. Efniviður og aðferðir: Metin voru gögn 44 einstaklinga (25 karla, 19 kvenna) (meðalaldur 63 ár, aldursbil 34 til 80 ár) sem vísað var í TS-rannsókn og einnig höfðu farið í hjartaþræðingu innan eins árs. Kransæðatrénu var skipt í svæðishluta, breytingar í æðunum stigaðar og niðurstöður beggja aðferða bornar saman. Algengi kalks í kransæðum var einn­ig sérstaklega kannað hjá 150 einstaklingum sem fóru í TS-rannsókn. Niðurstöður: Við hjartaþræðingu fundust marktæk kransæðaþrengsli (? 50%) í 29 svæðishlutum, 17 þeirra voru yfir 2,0 mm í þvermál og af þeim greindust 14 á TS-rannsókn (83%). Aftur á móti greindi TS-rannsókn fjögur marktæk þrengsli sem ekki sáust við hjartaþræðingu. Í TS-rannsóknunum jókst algengi kalks í kransæðum með aldri og var í hópi 60 ára og eldri 96% hjá körlum og 71% hjá konum (p=0,025). Ályktun: TS-tæknin sýndi í heild gott samræmi við niðurstöður hjartaþræðingar við greiningu marktækra kransæðaþrengsla í æðahlutum sem voru yfir 2,0 mm í þvermál. Hjá eldri einstaklingum eru oft miklar kalkbreytingar í kransæðunum sem torvelda mat þrengsla. TS-rannsókn af kransæðum virðist því hafa mest notagildi hjá yngri einstak­lingum þegar ástæða er til að skoða kransæðarnar til að komast hjá óþarfa hjartaþræðingu

    Icelandic Medical Association a professional organisation and a Trade Union. IMA s collective bargaining for 90 years [editorial]

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenLæknafélag Íslands hefur í 90 ár verið bæði fagfélag og stéttarfélag. Háleit og metnaðarfull siðferðileg markmið setjum við okkur með eigin siðareglum og læknaeiðnum og þetta eigum við sameiginlegt með alþjóðasamfélagi lækna. Menntun lækna sem annar hornsteinn félagsins hefur bæði farveg gegnum Fræðslustofnun á Læknadögum og á síðum Læknablaðsins. Kjarasamningsgerð sem er meginþáttur í starfi stéttarfélagsins er skipt milli LÍ og Læknafélags Reykjavíkur

    Á að framkalla fæðingu vegna aldurs kvenna?

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnBarneignaraldur hefur farið hækkandi í þróuðum löndum síðustu áratugi. Hækkaður aldur kvenna á meðgöngu hefur verið tengdur við aukna tíðni meðgöngukvilla, sjúkdóma og verri útkomu fæðingar. Víða hafa verið settar fram vinnureglur um framköllun fæðingar til þess að bæta útkomu fæðingar meðal eldri kvenna. Framköllun fæðingar er mikið inngrip í eðlilegt fæðingarferli og hefur verið tengt við ýmsa fylgikvilla, því er mikilvægt að skoða ávinning hennar vel. Eldri konur á meðgöngu eru konur 35 ára og eldri en áhrif aldurs á meðgöngu og fæðingu er mest hjá 40 ára og eldri. Aukin meðgöngulengd hjá þeim er talin tengjast hlutfallslega fleiri andvana fæðingum. Framköllun fæðingar virðist réttlætanlegt við 39‒40 vikna meðgöngu hjá konum 40 ára og eldri. Niðurstöður eru byggðar á fræðilegri samantekt á rannsóknum um efnið en þó skal árétta að þörf er á frekari rannsóknum. Ávallt gildir einstaklingsbundið og upplýst val kvenna um framköllun fæðingar vegna aldurs. Þörf er á almennri umræðu í samfélaginu um barneignaraldur. Mikilvægt er að ljósmæður og annað heilbrigðisfagfólk veiti ungu fólki fræðslu vegna ákvörðunar um barneignir, og áhrif þess að seinka barneignum

    The contribution of nurses to the care of resident of nursing homes - keeping all strings in one's hand.

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnTil að tryggja þau gæði, sem eru grundvallaratriði fyrir vellíðan heimilismanna á hjúkrunarheimilum, er nauðsynlegt að greina framlag hjúkrunarfræðinga til hjúkrunar aldraðra. Tilgangur þessarar eigindlegu rannsóknar var að varpa ljósi á viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum og lýsa því í hverju störf þeirra eru fólgin. Tekin voru fjögur rýnihópaviðtöl við samtals 22 hjúkrunarfræðinga frá fimm hjúkrunarheimilum. Notaður var hálfstaðlaður viðtalsrammi. Viðtölin voru þemagreind. Niðurstöður sýndu fjölþætt og flókin viðfangsefni hjúkrunarfræðinga. yfirþemað var að hafa alla þræði starfseminnar í hendi sér. Undirþemun voru árvekni, að hafa yfirsýn og vera vakandi yfir öllu og að vera greinandi og sjá hlutina í öðru ljósi. Á grundvelli þess fjárhagslega umhverfis, sem hjúkrunarfræðingar starfa nú í, eru þeir hins vegar í ákveðnu öngstræti við að tryggja gæði hjúkrunarinnar. Markviss stjórnun og fagleg forysta skiptir þá sköpum fyrir gæði hjúkrunar á hjúkrunarheimilum. Styrkur hjúkrunarfræðinga liggur í þekkingu þeirra og hinni heildrænu nálgun sem þeir beita. Niðurstöður þessarar rannsóknar geta nýst sem grunnur fyrir frekari rannsóknir á viðfangsefninu auk þess að vera mikilvægt framlag þekkingar til hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarstjórnenda og ráðamanna öldrunarmála.To ensure quality care in nursing homes for the elderly there is a need to identify what registered nurses contribute to the quality of long-term care. The purpose of this qualitative study was to shed light on the undertakings of registered nurses in nursing homes and what their work entails. Four focus group interviews were done with a total of 22 nurses from five nursing homes. A semi-structured interview framework was used. Data were analyzed into themes. Findings reveal manifold and complex undertakings of registered nurses in nursing homes. The main theme identified was keeping all strings in one’s hand. The subthemes identified were vigilance, overview and constant surveillance and being analytical and seeing things from a new perspective. However, with the current tight economic situation in which nurses are now bound to carry out their work, they are so to speak located in a dead end street in seeking ways to ensure quality nursing care. Purposeful management and professional leadership in nursing is thus crucial for quality care in nursing homes. The strength of the work of registered nurses in nursing homes lies in their knowledge and their holistic work approach. Study findings may be used as ground for further studying the matter besides being valuable knowledge for nurse clinicians, managers, and policy makers who are in charge of the care of the elderly.B-hluti vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðing

    Not all wheezing is asthma. Case report

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenA fifty six year old woman with history of asthma visited a respiratory specialist. She had been diagnosed with asthma more than a year previously in a primary care clinic. She was treated with inhaled medications without good response. A respiratory specialist diagnosed tracheal narrowing secondary to thyroid enlargement that was pushing the trachea together. She was cured with a thyroid operation. Discussed are differential diagnosis of asthma and causes of airway narrowing and the importance of spirometry in diagnosing asthma. Keywords: case report, asthma, airway narrowing, spirometry.Fimmtíu og sex ára gömul kona með sögu um astma leitaði til lungnalæknis. Hún hafði verið greind með astma á heilsugæslustöð rúmu ári áður. Hún var meðhöndluð með innúðalyfjum án þess að ná góðum bata. Lungnalæknir greindi þrengingu á barka vegna skjaldkirtilsstækkunar sem þrýsti barkanum saman. Hún var læknuð með aðgerð á skjaldkirtli. Ræddar eru mismunagreiningar við astma og orsakir þrenginga í loftvegum og mikilvægi öndunarmælinga við greiningu lungnasjúkdóma

    Verkir og verkjameðferð á Sóltúni

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Markmið þessarar greinar er að skýra frá árangri af notkun verkjaplástra á hjúkrunarheimilinu Sóltúni og hvernig það skilaði sér í betri líðan íbúa samkvæmt RAI-matstækinu. Bornar voru saman mælingar á verkjakvarða á árunum 2006-2010

    Byltur og varnir á Sóltúni

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkin

    Batnar fyrr og líður betur : meðferð sjúklinga sem fara í ristilskurðaðgerð

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAð heyra sjúklinga sína segja: „Á nú að fleygja manni út?“ vekur alltaf umhugsun og tilfinningu um að umönnun þeirra hafi að einhverju leyti verið ábótavant. Á skurðlækningadeild 12G á Landspítala hefur verið tekin upp meðferð sem gerir það að verkum að sjúklingum batnar fyrr, líður betur og útskrifast þess vegna fyrr heim. Hér verður sagt frá undirbúningi og framkvæmd flýtibatameðferðar fyrir sjúklinga sem fara í ristilskurðaðgerð. Einnig verður greint frá niðurstöðum rannsóknar á líðan og endurbata sjúklinganna

    Diagnostic accuracy of 64-slice computed tomography compared with coronary angiography

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: The aim of this study was to evaluate the diagnostic accuracy (sensitivity, specificity, positive predictive value (PPV) and negative predictive value (NPV)) of 64-slice multidetector computed tomography (MDCT) compared with quantitative coronary angiography (QCA) for detection of coronary artery disease (CAD). Material and methods: Sixty-nine patients participating in a study of coronary in-stent restenosis were investigated. After a 64-slice MDCT scan patients were evaluated by QCA. The coronary arteries were divided into 15 segments and stenosis was graded for each segment by both methods. The diagnostic accuracy of 64-slice MDCT was evaluated using the QCA as the gold standard. Results: Among the 69 patients included in the study 13 (19%) were female and 56 male. The mean age was 63 (SD 10) years. The following risk factors were present: high blood pressure 67%, elevated blood cholesterol 54%, diabetes 12% and family history of CAD 71%. Current smokers were 22% and previous smokers were 48%. Altogether 663 segments were examined. Of those 221 (33%) segments were excluded; 103 because of stents, 48 because of heavy calcification, 41 because of motion artifacts and 29 because the segments were less than 1.5 mm in diameter. The mean time between MDCT and QCA was 6.3 (SD 12.1) days. The sensitivity of 64-slice MDCT for diagnosing significant stenosis (>/= 50% according to QCA) was 20%, the specificity was 94%, PPV was 16%, NPV was 95% and the accuracy was 89%. Conclusion: High NPV and specificity indicates that MDCT is useful for accurately excluding significant CAD but the low sensitivity and low PPV indicate that the method is not accurate in diagnosing coronary artery stenosis of 50% or more according to QCA. Key words: coronary artery disease, multidetector computed tomography, cardiac catheterisation. Correspondence: Karl Andersen, [email protected]: Markmið rannsóknarinnar var að meta greiningarhæfni (næmi, sértæki, jákvætt forspárgildi, neikvætt forspárgildi og nákvæmni) 64 sneiða tölvusneiðmyndatækni (TS-tækni) á kransæðasjúkdómi með hjartaþræðingu sem viðmið. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn samanstóð af 69 sjúklingum sem tóku þátt í rannsókn á endurþrengslum í stoðnetum kransæða. Framkvæmd var TS af kransæðum til að meta æðaþrengsli. Nokkrum dögum síðar voru þátttakendur hjartaþræddir. Kransæðatrénu var skipt upp í 15 hluta. Æðaþrengsli voru metin í öllum hlutum æðatrésins með báðum aðferðunum. Greiningarhæfni 64 sneiða TS-tækni var metin og kransæðaþræðing höfð sem viðmið. Niðurstöður: Í rannsókninni voru 13 (19%) konur og 56 karlar. Meðalaldur þátttakenda var 63 (SD 10) ár, háþrýsting höfðu 67%, háar blóðfitur 54%, sykursýki 12% og ættarsaga um kransæðasjúkdóm var til staðar í 71% tilvika. Reykingamenn voru 22% og fyrrum reykingamenn 48%. Samtals 663 æðahlutar voru rannsakaðir. Af þeim voru 221 (33,4%) útilokaðir; 103 vegna stoðneta, 48 vegna truflana af völdum kalks, 41 vegna hreyfitruflana og 29 þar sem æðin var minni en 1,5 mm í þvermál. Meðaltími milli TS og hjartaþræðingar voru 6,3 (SD 12,1) dagar. Næmi 64 sneiða TS til greiningar marktækra þrengsla (?50% þrengsli samkvæmt hjartaþræðingu) var 20%, sértæki 94%, jákvætt forspárgildi 16%, neikvætt forspárgildi 95% og nákvæmni 89%. Ályktun: Hátt neikvætt forspárgildi og hátt sértæki gefur til kynna að TS-rannsókn sé gagnleg til að útiloka kransæðasjúkdóm. Lágt næmi og lágt jákvætt forspárgildi benda til að aðferðin sé ekki góð til að meta hvort kransæðaþrengsli séu 50% eða meiri við hjartaþræðingu
    corecore